„Jæja, við félagar fengum að opna silungasvæðin í Laxá í Aðaldal 1. – 3. apríl Presthvamm og Syðra Fjall“, sagði Cyrus Alexander Harper í samtali við Veiðar og bætti við „ekki  vorum ekki með neinar væntingar fyrir ferðina þar sem vatnshitinn var um 2° og heldur meira vatn en vanalega er. Veiðin var hins vegar mjög góð og var mikið af fiski yfir 50 cm og sá stærsti hátt í 64 cm. Stærsta bleikjan og sú eina sem veiddist mældist 54 cm. Mikið var af grunnum tökum og voru smáar flugur að gefa okkur vel. Vegna mikils kulda voru vaktirnar ekki langar hjá okkur félögum en þó nóg til að setja í marga fiska. Til að uppskera árangur í Presthvammi þurfti að vaða vel út í Ferjubreiðu og veiða alveg upp að steini sem stendur upp úr ánni. Við notuðum aðeins þyngdar flugur. Sá sem var með mér á stöng stór veiðimaðurinn úr Mosfellsbæ Arnór Davíð Pétursson, er með flottann hæng sem tók PT með orange haus og mældist 63,5 cm. Það sem kom okkur hvað mest á óvart er hve vel fiskurinn er haldinn eftir veturinn, mjög feitur og pattaralegur. Það eru bjartir tímar framundan í silungaveiðinni í Aðaldal“, sagði Cyrus Alexander enn fremur.

Mynd: Arnór Davíð Pétursson er með stóra hænginn og  Cyrus Alexander Harper með bleikjuna og minni urriðann.

LaxaCyrus