„Já það er klikkað að gera þessa dagana, eiginlega allt vitlaust,  en það er bara flott“ sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum á hlaupum. „Þetta er bara flott en ég skellti mér á Allra síðustu veiðiferðina um daginn og hún er algjör snilld. Þetta er meiriháttar meistaraverk þarna í Aðaldalnum, það verða vonandi fleiri myndir þótt maður kannist nú ekkert við þetta úr mínum veiðiferðum“, sagði Jógvan glaðhlakkanlegur. „Svo styttist biðin eftir næsta veiðisumri, það verður spennandi að byrja laxveiðina í Langá á Mýrum, eins og oft áður og þar gæti orðið verulegt fjör. Langá klikkar sjaldan, svo kemur eitthvað meira þegar líður fram á sumarið“, sagði Jógvan í lokin.

Mynd: Jógvan Hansen með einn úr Langá á Mýrum, síðasta sumar á fyrsta degi.