„Við fjölskyldan skelltum okkur í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn var í fallegu veðri,“ sagði Sigurjón Sigurjónsson og bætti við; „við vorum búin að fá þó nokkrar fallegar bleikjur þegar leið á daginn. En þegar við vorum um það bil að byrja að pakka saman, hvarf flotholtið niður, sem bar undir fluguna krókinn stærð 14. Í kjölfarið hófst 15 mínútna barátta. Þegar hún endaði loks í háfnum voru mikil fagnaðarlæti, enda engin smásmíði. Þessi Kaldósdrottning vó 2,8 kg. Þessum unga veiðimanni, honum Sebastían Leví, hlakkar til að mæta í kaldósinn aftur. Þessi dagur fer sko í spari minningabankann.“
Eldra efni
Metfjöldi genginn í gegnum teljarann
„Annað árið í röð hélt fjölskyldan til veiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Átti nú að jafna metin frá í fyrra þegar laxinn var mikið að stríða okkur og duglegur við að spýta útúr sér flugunni,“ sagði Halldór Jörgensen sem var
Eldislaxinn ennþá að veiðast
Eldislaxinn sem slapp úr kvíum í Paterksfirði er ennþá að veiðast þar sem er hægt að koma því við, en einn hópur kafara er mættur og voru þeir i Haffjarðará í gær að reyna að fanga þessa fiska. „Það hafa náðst 11
Ytri Rangá komin yfir 3000 laxa
Nýjar tölur frá LV í dag sýna ekki miklar breytingar frá síðustu viku, sama röð á stærstu ánum og ennþá flott veiði í Hofsá og Selá. Láxá í Kjós og Laxá í Dölum aðeins hálfdrættingar frá síðasta ári. Veiðisvæði Dags./
Réttarstrengur í Hrútafjarðará
Stórlax kom á land í morgun i Hrútu og að sjálfsögðu í Réttarstreng þeim frábæra stað. Veiðimaðurinn Oddur Rúnar landaði þessum glæsilega 102 sentimetra hæng eftir mikla baráttu . Hrútafjarðará hefur gefið 22 laxa það sem af er sumri.
Spennandi fræðsla og fjör – Nettar laxveiðiár
Nördaveislur Stangó halda áfram af krafti og næst á dagskrá er kvöld tileinkað nettum laxveiðiám. Viðburðurinn fer fram miðvikudagskvöldið 19. febrúar á sportbarnum Ölver í Glæsibæ. Húsið opnar klukkan 19:00 og dagskráin hefst klukkan 20:00 og stendur til 22:15. Kvöldið
Veiddu eldislax í Haukadalsvatni
„Við bræður vorum á ferð í Efri Haukadalsá í fyrradag og áttum þá leið niður að Haukadalsvatni, þar tókum við nokkur köst í vatnið,“ sagði Þröstur Reynisson sem var á ferð í Dölunum með bróður sínum Úlafari. „Við tókum nokkur