Fréttir

Veiðimaðurinn í Melabúðinni býður upp á ýmislegt gott

Á veiðislóðum þar sem nammi gæti komið á góðum notum

„Það var gaman að kynna í morgun í beinni á K 100 prótein framtíðarinnar þ.e lifur smjörbjöllu og húskrybbur,“ sagði veiðimaðurinn og kaupmaður Pétur Alan Guðmundsson í Melabúðinni, hreykinn í bragði og bætti við; „engisprettur koma fljótlega í búðina hjá okkur.“

Pétur með nammið

Veiðibúðirnar bjóða upp á ýmislegt góðgæti sem veiðimenn geta sett á færið hjá sér til að egna fiskinn til að taka og vörur frá Melabúðinni geta bæst í þennan hóp á næstu mánuðum. Ýmsar beitur geta gefið vel þegar fiskurinn er tregur og því betra að hafa úrvalið fjölbreytt. 

Veiðimenn eru ennþá að dorga, ísinn hefur reyndar þynnst verulega og eins gott að fara varðlega. Margir hafa farið á dorg í vetur og þeim veiðimönnum fjölgar með hverju árinu.