Norðurárdalur er dalur í Borgarbyggð norðan við Stafholtstungur og nær að Holtavörðuheiði. Þjóðvegur 1 liggur um dalinn og Norðurá rennur um hann. Í dalnum hefur myndast þéttbýli í kringum háskólann á Bifröst og búa þar um 250 manns.