FréttirRjúpanSkotveiði

Eins og á góðum haustdegi á Holtavörðuheiðinni í dag

Staðan tekin á Holtavörðuheiðinni í dag en lítið var um rjúpnaveiði /Mynd María Gunnarsdóttir

Það er rólegt á Holtavörðuheiðinni og enginn á rjúpu þar um hádegisbilið í dag þegar mátti hefja veiðiskapinn. Og veðráttan er ótrúleg þessa dagana, varla neitt að sjá nema snjólausa heiðarlendur og hitastigið um tvær gráður, einn og einn gamall skafl í fjarlægð.

Hlýnunin er meiri með hverju árinu, blíða verið síðustu vikurnar og enginn breyting á því strax.

Einhverjir ætla á rjúpu um helgina þótt rólegt hafi verið á heiðinni í dag. „Við ætlum vestur að skjóta þessa helgi, við erum aðeins komnir með í jólamatinn, en þurfum meira,“ sagði veiðimaður á leið í rjúpu í Borgarnesi. Veðráttan er eins og á góðum haustdegi núna, einn og einn hrafn flaug en enginn rjúpa sjáanleg. Svona er þetta bara og margir ætla til veiða á morgun og sunnudag.