Fréttir

Stór dagur í dag í veiðinni 

Þeir eru margir veiðimennirnir sem horfa á 1. maí sem fyrsta veiðidag ársins og byrja ekki að veiða fyrr en sá dagur er upprunninn.

Vorið hefur verið hlýtt og gott og við höfum orðið vitni að snemmbúnu flugnaklaki síðustu daga. Veiðin hefur gengið mjög vel í þeim vötnum sem þegar hafa opnað fyrir veiði. Þá má ætla að það sé langt síðan sumarið hafi farið jafn vel af stað og í ár.

Það eru fjölmörg vötn í Veiðikortinu sem opna ekki fyrir veiði fyrr en 1. maí en fyrir neðan er listi yfir þau vötn:

Vötn sem opna í maí

VatnOpnarLokar
Arnarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep
Haugatjarnir í Skriðdal1.maí30.sep
Haukadalsvatn í Haukadal1.maí30.sep
Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep
Kleifarvatn í Breiðdal1.maí30.sep
Laxárvatn1.maí30.sep
Mjóavatn í Breiðdal1.maí30.sep
Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns1.maí20.sep
Sænautavatn á Jökuldalsheiði1.maí20.sep
Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn1.maí30.sep
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði1.maí20.sep
Æðarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep

Einnig viljum við minna veiðimenn á að skrá allan afla rafrænt með því að fara á vefslóðina: veidikortid.is/veidiskraning

Kæru veiðimenn, vonandi eigið þið góðan dag við vötnin á þessum baráttudegi verkalýðsins.