„Það komu þrír á land hjá okkur í dag í Grímsá í Borgarfirði og settum í þrjá til viðbótar, allir teknir á straumflugur,“ sagði Hafþór Óskarsson við Grímsá í kvöld  þegar hann var að hætta veiðum eftir daginn. „Það er mikið vatn í ánni þessa dagana og mikill mótvindur á tímabili í dag.  Allir veiddust fiskarnir um fjögurleytið eins og í fyrra þegar við vorum þarna að veiða. Það veiddist í byrjun apríl þegar vorveiðin byrjaði hérna, en í fyrra var meira fjör hjá okkur í veiðinni en þetta var bara fínt,“ sagði Hafþór ennfremur um veiðidaginn í Grímsá.


Mynd: Vigfús Pétursson með flottan sjóbirting, en hann landaði öðrum og setti í tvo til viðbótar. Mynd Jón.