Fréttir

Þetta er minn langstærsti lax

Ásrún Ósk Bragadóttir með boltalaxinn

„Ég veiddi laxinn í Klapparhyl í Húseyjarkvísl og var með hann á í klukkutíma, þetta var skemmtileg viðureign,“ sagði Ásrún Ósk Bragadóttir, sem veiddi sinn stærsta lax til þessa með eiginmanni sínum Ástþóri Reyni Guðmundssyni, sem áður hafi farið ferð yfir hylinn og reynt. Fiskurinn reyndist 100,5 sm. langur og að ummáli 44 sm.

„Þetta er stærsti lax sem ég hef veitt en fiskurinn tók Collie dog fluguna, lítil túba með kón. Maður er að jafna sig eftir þessa hörku viðeign,“ sagði Ásrún að lokum.

Stórar hrygnur eru að veiðast víða þessa dagana, vatnið er gott í ánum en hægnarnir fara að gefa sig meira á allra næstu dögum. Þeirra tími er að koma.

Myndaséría af laxinum, flugunni  og sporðstærðinni