Fréttir

Harpa með stærsta fiskinn – laxar sáust á fleiri stöðum

Harpa Hlín Þórðardóttir með stærsta laxinn í Þjórsá á fyrsta degi, 87 cm hængur /Mynd Stefán

Veiðin byrjaði frábærlega í Þjórsá í gær og komu 15 fallegir laxar á land. Og laxar sjást á fleiri  stöðum á hverjum degi þrátt fyrir að vatnið sé mikið í ánum þessa stundina. „Já við sáum laxa í Laxfossi og við opnun árinnar 18. júní,“ sagði Ólafur Johnson þegar við spurðum um Laxá í Leirársveit.

„Vandamálið er of mikið vatn og erfitt að sjá hann  í straumnum,“ sagði einn sem var að skoða Elliðaárnar, þar sem ekki hefur sést alvöru lax ennþá. En hann ætti að vera kominn þótt vatnið sé ennþá mikið.„Dagurinn var frábær, 15 laxar á fyrsta degi og allir fengu fiska, stærsti var 87 cm og ég veiddi hann,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um Þjórsá á fyrsta degi veiðitímans.