Steinar Berg með væna bleikju úr Blundsvatni
Bleikjubollur

„Það eru flottar bleikjur í Blundsvatni og við fengum þessa fiska í net,“ sagði Steinar Berg á hótelinu á Fossatúni við Grímsá í Borgafirði. „Veiðin hefur gengið vel hjá okkur í vatninu og við erum búin að veiða um 100 bleikjur á rúmlega þremur vikum. Við höfum gert bleikjubollur úr fiskunum en það er enginn tími til að stunda sportveiði. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur og þessi bleikjuréttur hitt vel í mark hjá gestum okkar,“ sagði Steinar enn fremur.

Blundsvatn er all stórt en grunnt stöðuvatn í Bæjarsveit og bleikjan veiðist í vatninu.