Fréttir

Frábær dagur við Meðalfellsvatn

„Þetta er hann Benedikt Rúnar Ástþórsson sonur minn 6 ára,“ segir Ásþór Ernir og heldur áfram; „við fórum í Meðalfellsvatn fyrir fáum dögum og fengum einn á spúninn. Það voru aðrir veiðimenn þar sem voru svo góðir við okkur og leyfðu honum að sleppa 2x urriðum aftur í vatnið, svo þetta var flottur dagur hjá okkur feðgum. Veðrið var yndislegt og það mættu okkur veiðimenn á bílastæðinu þegar við komum með flottan lax örugglega um 5 pundin. Benedikt hefur gífurlegan áhuga á veiði og uppáhaldið er að ná fisk og grilla, þó svo að honum finnist mjög gaman að sleppa þeim aftur og leyfa þeim að stækka.