„Þetta er hann Benedikt Rúnar Ástþórsson sonur minn 6 ára,“ segir Ásþór Ernir og heldur áfram; „við fórum í Meðalfellsvatn fyrir fáum dögum og fengum einn á spúninn. Það voru aðrir veiðimenn þar sem voru svo góðir við okkur og leyfðu honum að sleppa 2x urriðum aftur í vatnið, svo þetta var flottur dagur hjá okkur feðgum. Veðrið var yndislegt og það mættu okkur veiðimenn á bílastæðinu þegar við komum með flottan lax örugglega um 5 pundin. Benedikt hefur gífurlegan áhuga á veiði og uppáhaldið er að ná fisk og grilla, þó svo að honum finnist mjög gaman að sleppa þeim aftur og leyfa þeim að stækka.
Eldra efni
Flott byrjun í Veiðivötnum
„Já byrjunin í Veiðivötnum var flott og góð veiði hjá flestum veiðimönnum, góðir fiskar,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, sem var að opna Veiðivötn en Jón hefur veitt þar síðan 1973. Það er alltaf spenna að sjá hvernig Veiðivötn byrjar og
Styttist í næsta veiðisumar
Í júní næstkomandi verða frábær tveggja daga tvíhendunámskeið í Blöndu. Farið verður yfir tvíhendu köst og veiði í smáatriðum jafnt innan sem utandyra. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja annaðhvort læra að kasta eða bæta tvíhenduköstin sín með
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli gegn sjókvíaeldi
Í dag fjölmennti fólk víða af landinu niður á Austurvöll til að mótmæla sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Um 3000 manns mættu á Austurvöll en mótmælagangan hófst við Háskólabíó og gekk fylgtu liði með mótmælaspjöld inná Austurvöll. Þar var skipulögð dagskrá
Flott veiði í Minnivallarlæk
Það var hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel við veiðar um helgina og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska og þá stærstu allt að 70 cm og nokkrir 60 cim plús einnig. Var urriðinn að taka peakok og Blóðorm
Lokatölur að streyma inn úr laxveiðinni
„Já við vorum að loka Miðá í Dölum og það veiddust 134 laxar og 144 bleikjur í sumar,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var að loka ánni ásamt félögunum í árnefndinni. Gott veðurfar hefur verið síðustu daga veiðitímans í mörgum
„Þetta var sko skemmtilegt“
„Það var skemmtileg á barna og unglinga deginum í Elliðaánum í morgun, en ég fékk flottan lax og það var barátta að landa honum,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson en það dagur fyrir unga veiðimenn sem var í Elliðaánum í dag og þar reyndu ungir