Fréttir

Við Mývatn: sjö stiga frost við veiðiskapinn

Einar Héðinsson með flottan urriða við Mývatn í dag

„Já það var kalt og blindbilur fyrripartinn í dag en lægði aðeins undir kvöld og þá skruppum við út að veiða,” sagði Einar Héðinsson við Mývatn þegar við heyrum í honum nýkomnum af veiðislóðum, var í sjö stiga frosti við veiðiskapinn.

„Það voru vakir meðfram landinu og þar fengum við tvo fiska og misstum tvo en það má sannarlega fara að hlýna á næstunni,“ sagði Einar enn fremur af köldum veiðistað við vatnið.

Þann 1. apríl byrjar vorveiðin en skítakuldi er í kortunum og eins gott að vera vel klæddur við veiðarnar.  Frosnar lykkjur og puttar verða örugglega fyrsta daginn um allt land.