Fréttir

Vetrarríki á veiðislóðum

Óskar Aðalbjörnsson með flottann urriða.

„Já við vorum að veiða í Eldvatni og veiðin gekk rólega en hollið endaði í nokkrum fiskum, þetta var smá snjókoma á svæðinu,“ sagði Jónas Kári Eiríksson en hann var á veiðislóðum um helgina. Og veðurfarið var vetrarlegt og kalt.

Það var kalt við veiðihúsið í Eldvatni

„Á sunnudaginn var kominn 20 til 30 cm snjór þegar við vöknuðum og það er tæplega hægt að kalla þetta vorveiði. Við veiðum tvisvar á ári í Eldvatni og það er gaman, kominn smá snjór rétt er það. Veiðin er búin hjá okkur núna,“ sagði Jónas Kári enn fremur.

En þrátt fyrir kulda hefur veiðin verið ágæt fyrir austan í kuldanum hvort sem það er í Geirlandsá, Vatnamótunum eða Tungulæk. Fiskurinn er vænn en það þarf að sleppa öllum fiski.