Fréttir

Stefnir í ekkert yfirfall í Jöklu í ágúst!

Það er óhætt að segja að það lítur vel út með stöðuna í Hálslóni eins og sjá má á grafinu hér og frétt hjá RUV ef tekið er tillit til veiða í Jöklu. Venjulega er von á yfirfalli um miðjan eða síðla ágúst en miðað við stöðuna núna eru veiðimenn öruggir með tæra Jöklu út ágúst!

„Við höfum vegna forfalla lausar stangir 2-4 daga á bilinu 2-6 og 19-23 ágúst og veiðin í ágúst hefur sýnt sig er ekkert síðri en júlí ef Jöklan er tær. Stangardagurinn er á kr. 180.000 í byrjun ágúst en kr. 90.000 í síðari dagsetningum,“ sagði Þröstur Elliðason, umsjónarmaður Jöklu.

Upplýsingar í síma 660 6890 eða sendið póst á ellidason@strengir.is.