FréttirRjúpanSkotveiði

Síðustu dagarnir á rjúpu þetta árið

Rjúpa / Mynd María Gunnarsdóttir

„Ég fór á rjúpu síðustu helgi fyrir austan og fékk nokkrar,“ sagði Páll Thamrong Snorrason í samtali. „Ég fékk 8 rjúpur á tveim dögum í Seyðisfirði, það gekk bara vel enda var frábært veður. Eltist við sæmilegan hóp af fugli, 12 til 14 fugla og er sáttur við veiðina hjá mér,“ sagði Páll enn fremur um veiðiskapinn.

Páll Thamrong Snorrason með nokkra rjúpur

En núna eru síðustu dagarnir á rjúpu þetta árið og margir farnir á veiðislóðir til að reyna við rjúpu í jólamatinn. Við heyrðum í nokkrum í dag, annað hvort komnir á veiðislóðir eða á leiðinni.

„Við ætlum norður í land og reyna að ná nokkrum á jólaborðið, það verður amk að reyna,“ sagði veiðimaður sem ætlaði norður í land. Veðurfarið næstu daga er ágætt víðast hvar og verður svo fram í næstu viku, en þá breytast veðurhorfur til verri vegar.