FréttirRjúpanSkotveiði

Margir á rjúpu og fuglinn ljónstyggur

Margir héldu til rjúpna um helgina til að freista þess að að ná í jólamatinn en tíðarfarið þessa dagana er ótrúlegt og minnir á köldustu sumardagana fyrr í sumar. Já það fóru margir á rjúpu víða um land og við heyrðum i nokkrum. En rjúpan er ljónstygg enda engan snjó að finna nema nokkra gamla skafla. Það virðist vera sama veðurspá næstu daga.

„Við fórum vestur og það gekk þokkalega, fengum nokkra fugla en þetta var dásamlegur dagur,“ sagði Jón Víðir Hauksson þegar við heyrðum í honum nýkomnum af fjöllum. „Við fengum nokkra fugla,“ sagði Jón Víðir.

Jón Víðir Hauksson á rjúpnaslóðum fyrir vestan

„Ég náði í tvær rjúpur í fyrradag og svo nokkrar fyrstu helgina, allt að koma í jólamatinn,“ sagði Jógvan Hansen milli þess sem hann skemmti fólki á skemmtistöðum. Það er að nást í jólamatinn,“ sagði Jógvan i lokin. „Skrapp aðeins á Holtavörðuheiðina og náði í tvær, fékk nokkrar þarna helgina áður,“ sagði Karl Hallur Sveinsson og bætti við; „það voru ekki margir á heiðinni þegar ég var þar og rjúpan mjög stygg“.

Karl Hallur Sveinsson með tvær rjúpur á Holtavörðuheiði /Mynd Hafrún