Fréttir

Eric Clapton hefur veitt á Íslandi í 29 ár

Tónlistamaðurinn  Eric Clapton er mættur enn eitt árið til veiða í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu en hann er hluthafi í GogP, sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár. Með Clapton í fyrirtækinu eru Björn K. Rúnarsson og Sturla Birgisson.

Já Eric Clapton er mættur í Vatsdalsá en nokkur ár á undan veiddi hann í Laxá á Ásum hefur síðustu árin veitt í Vatnsdalsá.  Frekar róleg veiði hefur verið í Vatnsdalsá en nú eru komnir um 133 laxar á land. Um helgina veiddist 102 sm lax í Vatnsdalsá í Bjarnasteinn en engar sögur fara af því hver veiddi hann. 

Það er aldrei að vita hvað gerist þegar Clapton mætir með stöngina á bakka Vatnsdalsár en árið 2016 setti hann í 108 sm lax á fluguna NightHawk númer 14 og aldrei að vita nema hann setji hana aftur á í þessum veiðitúr, sem er bara mjög líklegt.

Clapton er farinn að þekkja Vatsdalsá vel eftir að hafa veitt þar oft og er einn af leigutökum árinnar

Mynd. EricClapton með 108 sm risalax sem hann veiddi í Vatnsdalsá 2016.