Fréttir

Flott veiði í Ölfusá

„Við Ásgeir Jóhannsson vorum í Ölfusá í gær og veiddum fimm laxa á svæði eitt og tvö,“ sagði Rúnar Ásgeirsson þegar við heyrðum aðeins í honum. En Ölfusá hefur gefið 120 laxa og um 50 silunga, mest sjóbirtinga í sumar. 

„Við vorum að veiða fyrir ofan og neðan brúar, sem er svæði eitt og tvö,“ sagði Rúnar ennfremur.

Veiðimenn voru við Pallinn þegar rennt var framhjá í gær við ána og veiðimenn að reyna. Þessi veiði í Ölfusá er bara ágæt það sem af er veiðitímanum.