Fréttir

Veiðiþjófur gripinn í Elliðaám

Lögreglan spyr um nafn og kennitölu ef hún mætir – en veiðiþjófurinn ekki sektaður um um eina krónu

Veiðiþjófnaður hefur aukist í laxveiðiánum hin síðari ár og orðið vandamál víða. Töluverður hópur manna stundar að fara í árnar, án þess að vera með veiðileyfi og byrjar veiðiskapinn jafnvel á friðuðum svæðum. Þetta á við laxveiðiár þar sem veiðileyfin geta kostað töluvert og þó veiðiþjófunum sé sagt að fara, láta þeir sér fátt um finnast og fara ekki fyrr en þeim er hótað af veiðivörður eða að lögreglann mæti.

Þetta gerðist í Elliðaánum í dag, maður veiddi á friðaða svæðinu í ánni á spún, sem má alls ekki og  aðeins er leyfð fluga. Vegfrandendur kölluðu til mannsins að hann mætti ekki veiða þarna. Það hafði lítil sem enginn áhrif.

Þessi veiðiþjófnaður hefur færst verulega í aukana síðustu ár og eru dæmi að veiðimenn segist vera með heilu árnar á leigu. Veiðiþjófurinn mætir á staðinn og heldur því fram fullum fetum að hann megi veiða og er með hótanir við veiðimenn á staðnum.

Svo virðist sem sektir séu litlar sem engar og enginn nenni að innheimta þær. Einu sinni voru afli og veiðarfæri gerð upptæk en enginn virðist standa í því lengur. Nafn og kennitala eru tekin niður af lögreglu eða veiðiverðir mæta á staðinn, annað virðist ekki vera viðhaft gegn veiðiþjófum.

Og þeir halda áfram iðju sinni í annarri laxveiðiá daginn eftir og svo koll af kolli. Og enginn veiðileyfi eru keypt. 

Mynd. Vegfarendur tóku myndina af veiðiþjófi við Elliðaárnar í dag en slíkur veiðiskapur færist verulega í aukana.