Komnir með jólamatinn
„Rjúpnaveiðin gekk vel hjá okkur og við erum komnir með rjúpur á jólaborðið,“ sagði Baldur Smári Ólafsson, veiðimaður í Hnífsdal, en margir keppast við að ná í jólamatinn þessa dagana. Það hefur gengið vel víða en veðurfarið hefur spilað inn hjá veiðimönnum.