Vetrarhátíð við Mývatn hófst um helgina en hátíðin, sem er einkar glæsileg og nær yfir tvær fyrstu helgarnar í mars, er með fjölda viðburða í boði. Einn af hápunktum hátíðarinnar er dorgveiði á Mývatni. Fjöldi fólks kom saman á laugardaginn síðasta og dorgaði. Veður var gott, veiðin ágæt og gleðin skein úr hverju andliti. Hátíðin heldur áfram fram yfir næstu helgi og aftur verður hægt að kynnast dorgveiðinni undir leiðsögn Veiðifélags Mývatns á laugardag milli kl. 13 og 16. Gengið er út á ísinn til móts við Icelandair Hótel Mývatn í Reykjahlíð og dagskrá hátíðarinnar er hægt að sjá á www.vetrarhatid.com
 
Mynd. Fjör á ísnum á Mývatni um helgina. Mynd Helgi Héðins.