.
Vel hefur gengið að selja veiðileyfi fyrir sumarið, þrátt fyrir verðhækkanir á milli ára. Þrjú síðustu sumur hafa gefið minni og minni veiði, en það virðist ekki draga úr eftirspurninni. Leyfin hafa selst eins og heitar lummur síðustu vikur og erlendir veiðimenn virðast ætla að fjölmenna til landsins. Kannski ekki rússneskir veiðimenn þetta árið sem mun hafa áhrif í nokkrum veiðiám sem þeir hafa stundað vel og veitt í síðustu misseri. Hvernig sumarið verður veit nú enginn en kominn tími á að veiðin batni verulega.
Mynd. Úr íslenskri veiðiá. Mynd GBV