Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin er að fara í bíóhús um miðjan mars og er sjáflstætt framhald af Síðasta veiðiferðin sem var sýnd fyrir 5 árum við miklar vinsældir. Leikarahópurinn er að mestu sá sami og í síðustu myndinni og Sigurð Sigurjónsson og Þorsteinn Bachmann fara með stærstu hlutverkin. Allra síðasta veiðiferðin hefur fengið frábæra dóma og frábær aðsókn síðan hún var sýnd. Sigurður Sigurjónsson vinnur stóran leiksigur í myndinni og fer á kostum sem forsætisráðherra landsins. Það er unun að horfa að Sigga leika sig í gegnum myndina, Gunnar Helgason er líka nýr í þessari séríu sem leikur veiðivörð við Laxá í Aðaldal. Myndin er vel þess virði að sjá og miklu meira en það.
Eldra efni
Er að koma rigning sem einhverju breytir?
„Það gæti verið að það sé að koma rigning á laugardaginn sem einhverju mun breyta í vatnsleysinu, síðasta stórrigning varð að engu,“ sagði veiðmaður, sem er búinn að fara í átta veiðitúra í þokkalega góðar laxveiðiár og fá tvo laxa
Gott hnýtingakvöld
Fimmtudaginn 22. febrúar s.l. var hlaðvarpsþátturinn Þrír á stöng með hnýtingarkvöld á Malbygg taproom í tilefni Febrúarflugna. „Já, við ákváðum að skella í gott hnýtingarkvöld fyrst það er nú Febrúarflugur í fullum gangi og það er bara svo gaman að
Skemmtileg veiðisýning í Elliðaánum
Ásgeir Heiðar og Stangaveiðifélag Reykjavíkur héldu skemmtilega veiðisýningu í Elliðaánum í morgun og mættu nokkrir áhugasamir til að fylgjast með ásamt fjölmiðlafólki. Ásgeir Heiðar fór yfir Breiðuna til að byrja með og síðan á fleiri staði neðarlega í ánum. Síðan
Skógá hefur gefið 180 laxa
„Ég og pabbi hittum á frábæran veiðidag við Skógá fyrir skömmu og fengum fjóra flotta laxa en við komum að ánni að kvöldi eftir miklar rigningar,“ sagði Hilmar Jónasson sem var á veiðislóðum í Skógá og bætti við; „við áttum ekki von á
Flottar bleikjur í Soginu
„Lofthiti var rétt um frostmark, vatnshiti 0,9 gráður og áin í rétt um 95 rúmmetrum á sekúndu,“ sagði Ólafur Foss í samtali en hann var að koma úr Soginu við annan mann.„Eins og Torfastaðir eru í apríl, þarf að hafa
Boltafiskur úr Hrútafjarðará
„Það jókst einungis lítillega vatnið í Hrútafjarðará en nóg til að sett var í sex laxa í morgun og tveim landað,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum og bætti við; „nokkuð líflegt sögðu veiðimenn á morgunvaktinni. Og í gær komu