Fréttir

Góður labbitúr í Þverá í Haukadal

„Við félagarnir áttum viðburðaríkan dag síðustu helgi í Þverá í Haukadal,“ sagði Benedikt Andrason um veiði og labbitúr í Þverá í Haukadal.
„Það var nóg vatn og fiskur í flestum stöðum, en þarna fær maður bara einn séns á hverjum stað því þetta er mjög nett og viðkvæm á. Við gengum upp í gljúfuropið og veiddum okkur niður, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Benedikt enn fremur.

Góður labbitúr með stöngina að vopni er toppurinn og þá er þessi staður flottur til þess.