Fréttir

Styttist í að fyrsta laxveiðiáin opni

Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn í Þjórsá  fyrir tveimur árum /Mynd GB

„Já Þjórsá opnar 1. júní og þetta fer allt að byrja,“ sagði Stefán Sigurðsson og það er í Þjórsá sem laxveiðin byrjar eins og síðustu sumur. Alveg má búast við að laxveiðin fari vel af stað og að nokkrir laxar komi á land strax á fyrstu klukktímunum. 

Laxinn er fyrir nokkru síðan byrjaður að renna sér upp Hvítá í Borgarfirði og það verður ekki langt þangað til fyrstu laxarnir fara að sjást í veiðiánum eins og Laxá í Kjós og Elliðaánum.

Síðan mun Norðurá í Borgarfirði opna 4.júní og verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað þar. Vatnið er gott í ánum eftir miklar rigningar síðustu daga en minna verður um hvítu kornin til fjalla muni bráðna og renna til sjávar í einhverju vatnsmagni.

Veiðileyfi eru víða til ennþá, þetta er allt hægt að skoða á þeim vefum sem selja veiðileyfin – en biðin eftir að veiðitíminn hefjist styttist með hverjum degi.