Fréttir

Yfir 100 fiskar í Húseyjarkvísl í einu holli

Úr Húseyjarkvísl

„Við höfum verið með fast holl á þessum tíma í ánni og veiðin var rosaleg hjá okkur núna,“ sagði Sindri Kristjánsson sem var að koma úr Húseyjarkvísl í Skagafirði fyrir nokkrum dögum með frábæra veiði ásamt félögum sínum.

„Þetta árið var meiriháttar veiði hjá okkur en við lönduðum 103 fiskum, það var mjög kalt fyrstu tvo dagana en bóngó blíða þriðja daginn, samt fín veiði allan tímann. Það var mikið af töku glöðum fiski í Kvíslinni þetta árið og  þetta var frábær túr,“ sagði Sindri ennfremur.

Hópur vaskra veiðimenn hafa verið í Geirlandsá síðustu daga og þar hefur veiðin gengið vel líka. Laxá í Kjós er komin með næstum 300 fiska sem er flott veiði.