Krossnefur er sérkennileg, stór finka með stóran gogg, skoltarnir ganga á misvíxl og ber fuglinn nafn sitt af því. Goggurinn er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum. Karlfugl er oftast hárauður með dekkri vængi, en getur einnig verið appelsínugulur eða jafnvel grænn. Kvenfugl er grágrænn með gulgrænan gump og ungfugl er sterkrákóttur, brúnleitur eða mógrænn. 
 

Félagslyndur utan varptíma. Hóparnir fljúga milli könglabúnta í trjátoppum og hafa hátt á flugi, en eru hljóðlátir þegar þeir eta. Flugið er bylgjótt.

Fæða og fæðuhættir: 
Grenifræ, en einnig furu- og lerkifræ. Einnig smádýr, t.d. skordýralirfur. Goggurinn er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum.



Fræðiheiti: Loxia curvirostra
Fuglavefurinn
Mynd María Björg Gunnarsdóttir