EldislaxarFréttir

Eldislaxar leita upp í fleiri ár – yfir tvö hundruð hafa veiðst

Laxarnir sem veiddust í Tjarnará á Vatnsnesi Mynd/ Magnús

Á hverjum degi veiðst eldislaxar víða um land og líklega hafa veiðst yfir tvö hundruð frá Borgarfirði og norður í Skagafjörð, en einnig annars staðar. Við heyrðum í veiðimanni sem var í Tjarnará á Vatnsnesi við veiðar og var ekki ánægður með aflann.

„Já við vorum í Tjarnará fyrir fáum dögum og fengum tvö eldislaxa, það á reyndar eftir að skera úr um það en hann er allur í sárum eftir kvíarnar,“ sagði Magnús Pétursson um fiskana sem hann veiddi.

„Við fengum fiskana neðarlega í ánni og annar þeirra var sendur suður til skoðunar, veiddust neðst í flúðunum,“ sagði Magnús með fenginn úr ánni en eldislax veiðist á hverjum degi í laxveiðiánum á þessum svæðum.