Fréttir

Flottur með háfinn í Elliðaánum

Heiddi háfur með einn í háfnum

„Við fengum fimm laxa, fjórir misstir og einn sleit hjá okkur,“ sagði Ingvar Stefánsson, sem var að koma úr Elliðaánum með syninum.  Elliðaárnar eru komnar í 190 laxa og veiðimenn tala um fisk víða enda hefur gengið feikna vel í árnar af fiski á síðustu dögum.

„Stubburinn háfar allt sem kemur að landi, 8 ára og það er aðalsportið, sem hentar mér vel, þá fæ ég að veiða meira. Laxinn var lítið að sýna sig þegar við vorum á efri svæðunum. En þetta var fínn veiðitúr,“ sagði Ingvar enn fremur.

Heiðar Orri, (Heiddi háfur) og Ingvar Stefánsson komnir með einn í háfinn

Göngurnar hafa verið kröftugar i Elliðaárnar og vænir laxar innan um. Verður spennandi að sjá hverjar lokatölurnar verða þegar veiðitíminn er úti þetta sumarið.