Fréttir

Hnúðlaxinn mættur á svæðið

Svava María með fyrsta hnúðlaxinn

„Konan mín var að veiða í Norðfjarðará og veiddi þennan hnúðlax,“ sagði Ingvi Gíslason og bætti við; „konan er ennþá að veiða og verður fram að hádegi,“ sagði Ingvi enn fremur um veiðistöðuna.
„Jú ég fékk tvo hnúðlaxa og sex bleikjur,“ sagði Svava María og bætti við; „sá ekki fleiri hnúðlaxa en maðurinn minn fer að veiða eftir hádegi sjáum hvað gerist þá,“ sagði Svava um veiðina í morgun.