Fréttir

Gleðilegt nýtt veiðiár 2024!

Áramótakveðja 2024

Sportveiðivefurinn veidar.is þakkar öllu sportveiðifólki fyrir samferð á síðasta ári með von um gott gengi á árinu 2024. Vefurinn mun áfram færa lesendum sínum fréttir og frásagnir af veiðiskap og ferðalögum veiðifólks um helstu veiðiár, dali, fjöll og firnindi, látið okkur áfram vita um veiðina og gang mála úr ykkar veiðiævintýrum, með myndefni og frásögnum sem eiga erindi við annað áhugafólk um sportveiðar.