Sportveiðivefurinn veidar.is þakkar öllu sportveiðifólki fyrir samferð á síðasta ári með von um gott gengi á árinu 2024. Vefurinn mun áfram færa lesendum sínum fréttir og frásagnir af veiðiskap og ferðalögum veiðifólks um helstu veiðiár, dali, fjöll og firnindi, látið okkur áfram vita um veiðina og gang mála úr ykkar veiðiævintýrum, með myndefni og frásögnum sem eiga erindi við annað áhugafólk um sportveiðar.
Eldra efni
„Skemmtilegt að ala upp veiðimann,“ segir Bjarni Ákason
„Að ala upp syni til veiða er skemmtilegt verkefni og ég var alinn upp við bryggjurnar í Reykjavík og svo við vötnin hér í kringum bæinn,“ segir Bjarni Ákason og bætir við; „15 ára tók pabbi mig með í minn
Skelfilegar niðurstöður um erfðamengun í íslenskum laxi
Bændur, veiðiréttarhafar, allir sem hafa hagsmuni af stangveiði hér á landi og náttúruverndar-sinnar lýsa yfir miklum áhyggjum af niðurstöðum rannsóknar í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar (skýrsluna í heild má finna hér: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/skyrsla-um-erfdablondun-laxa). Sláandi niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta mikla erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna við
Elliðaárnar opna á morgun 20. júní
Opnun Elliðaánna 2023 verður í fyrramálið, þriðjudaginn 20. júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 84. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2023. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun í framhaldi renna
Andakílsá byrjaði með látum
„Veiðin byrjaði vel hjá okkur í Andakílsá og núna eru komnir nítján laxar á land, á móti níu á sama tíma í fyrra,“ sagði Kristján Guðmundsson þegar við hittum hann við ána í gær og bætti við; „það er mikið vatn í ánni
Nítján laxar fyrsta daginn þrátt fyrir kalsaveður
„Þetta byrjaði bara vel miðað við aðstæður, skítakuldi og það komu nitjan laxar á land, töluvert slapp og fiskurinn tók grannt í kuldanum,“ sagði Nuno Alexandre Bentim Servo við Norðurá í Borgarfirði í kvöld þegar við heyrðum stöðuna eftir fyrsta heila daginn í
Laxinn á leiðinni, maður við mann á Seleyri í dag
„Ég fékk nokkra fiska um daginn á Seleyrinni við Borgarnes, fína fiska, en þá voru nokkrir veiðimenn að reyna og fiskurinn er vel haldinn sem veiðist,“ sagði veiðimaður sem hefur stundað eyrina núna í sumarbyrjun og fengið nokkra góða fiska.