Árni Friðleifsson og Salka  með nokkrar rjúpur

Veiðimenn víða um land keppast nú við að ná rjúpum í jólamatinn en veiðitíminn er að klárast nema fyrir austan, þar sem tíminn er aðeins lengri.

„Þetta var bara ágætis kropp um helgina á rjúpunni,“ sagði Árni Friðleifsson þegar við heyrðum í honum og hann bætti við; „en rjúpan er mjög dreifð, þetta var gæðadagur á fjöllum fyrir tví- og ferfætlinga,“ sagði Árni enn fremur.

„Við erum ennþá að og það hefur gengið fínt,“ sagði Skúli Sigurz Kristjánsson, staddur í Borgarfirðinum, það átti að skjóta fram á þriðjudag.

Rjúpnaveiðitíminn styttist óðum og um að gera að nota tækifærið, margir eru enn á rjúpu víða um land, veðurfarið sæmilegt þótt kulað hafi talsvert síðustu dagana