Rjúpa / Mynd María Gunnarsdóttir

„Ég er búinn að fara nokkrum sinnum og ekki fengið nema fimm rjúpur, það er bara búið að vera ótíð hérna fyrir norðan. En margir hafa náð í jólamatinn og ég ætla að reyna að bæta við fáeinum,“ sagði veiðimaður fyrir norðan um stöðuna, en ansi mikill veðurofsi hefur geysað þessa dagana. Veiðimenn keppast við að ná sér í jólamatinn þrátt fyrir leiðinda veðurfar.

„Við sjáum ekki neitt af rjúpunni í morgun,“ sagði veiðimaður í Borgarfirði rétt í þessu. „Þetta verður skárra á morgun,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Margir ætla að stað þegar óveðrinu slotar, sunnudagur og mánudagur verða sterkir og veðurfarið á að lagast, lægir og kólnar verulega.