Vífilsstaðavatn er vatn í jökulsorfinni laut í Garðabæ, 27 hektarar. Það er í 38-40 m hæð yfir sjávarmáli. Meðaldýpt vatnsins er 0,5 m. Útfall úr vatninu fer í vestur í Vífilsstaðalæk og rennur til sjávar í Arnarnesvog. Berggrunnur á vatnasviði Vífilsstaðavatns
Duggöndin er meðalstór kafönd og svipar til skúfandar. Í fjarska virðist steggurinn dökkur að framan og aftan en ljós þess á milli. Höfuðið er svart og grængljáandi, bringan svört, síður og kviður hvít. Bak er gráyrjótt, vængbelti hvít, gumpur og undirstélþökur svört, stél grábrúnt. Í felubúningi er steggurinn grár á
Varpstöðvarnar eru í votlendum hálendisvinjum, meðfram ám og lækjum, oft í gljúfrum. Heiðagæs gerir sér hreiður á þúfnakolli eða annarri mishæð, eða á klettasyllu, og klæðir að innan með stráum og dúni. Sami hreiðurstaður er oft notaður ár eftir ár.
Grafönd er grannvaxin og hálslöng votlendisönd og oftast auðgreind á löguninni. Í fjarlægð virðist steggur grár með hvíta bringu og dökkt höfuð. Höfuðið er kaffibrúnt, sem og kverk og afturháls. Framháls, bringa og kviður eru hvít og hvítar rákir á
Þúfutittlingur er algengasti spörfugl landsins, stundum nefndur grátittlingur. Hann er einn af okkar bestu söngfuglum. Er minni en snjótittlingur, hálsstuttur, með breiða, stutta vængi og fremur kubbslegur. Einkennasnauður fugl, grágrænn, grábrúnn eða gulbrúnn að ofan. Hann er svartrákóttur að ofan,