Fréttir

Ísinn er farinn af vötnum í nágrenni Reykjavíkur

„Það styttist í að veiðin byrjar í Vífilsstaðavatni og ísinn er að fara af vatninu, þetta fer allt að koma, biðin styttist verulega,“ sagði veiðimaður við Vífilsstaðavatn í dag sem ætlar að renna fyrir fisk í vatninu um leið og vatnið opnar, 1. apríl og það er ekki aprílgabb. Ísinn hefur minnkað og farinn af vötnunum í nágrenni Reykjavíkur, ís er líka að hverfa af Elliðavatni á stórum köflum. Mikið vatn er í Elliðaánum og vorið er stutt undan eins og staðan var í dag. Það er spáð hlýnandi næstu daga og það mun hafa mikið að segja.

Mynd. Við Vífilsstaðavatn í dag. Mynd María Gunnarsdóttir