Það er gaman þegar maður vinnur bikar og passar hann vel. Hann Brynjar Árni Eiríksson vann þennan flotta bikar þegar dorgveiðikeppninni í Hafnarfirði á síðasta sumri. Bikarinn hefur hann passað vel og sýnt víða eins og hérna við Gljúfurá í Borgarfirði. Hann fékk líka flotta stöng sem hann á örugglega eftir að prufa í veiðiferðum næstu árin. Dorgveiðikeppnin verður í Hafnarfirði aftur í sumar og margir munu renna fyrir fiski þar.

Mynd. Brynjar Árni Eiríksson með bikarinn.