Fréttir

Stórfiskur úr Minnivallalæk – regnboginn ennþá að veiðast

Hann Ómar Smári og félagi skutust í lækinn í dag og settu aldeilis í hann. Lönduðu 4 fiskum úr Stöðvarhyl á bilinu 60-75 cm! Stærstur var þessi 75 cm urriði og svo komu tveir regnbogar líka ásamt öðrum urriða. Svo þeir eru þarna ennþá en ekki hefur orðið vart við rengboga á öðrum stöðum í læknum.

Flugan Aldan var að gefa flesta fiska í dag. Einng voru aðrar stangir að veiðum og settu þeir í fjóra fiska annarsstaðar í læknum en misstu þá alla. Þar á meðal tröll í Kúavaði sögðu þeir sem fór af eftir langa baráttu.