Fréttir

Fyrsti fiskurinn í Leirá eftir viku veiði

Árni Gunnar með fyrsta fiskinn úr Leirá /Mynd Hilmar

Veiðin hefur víða byrjað rólega eins og í Leirá í Leirársveit en þar veiddist fyrsti fiskurinn í gær eftir viku veiði. Áin hefur verið ísilögð og mjög erfitt að koma niður færi í þeim aðstæðum, sem skiljanlegt er. En ísinn er farinn að hörfa af ánni sem betur fer og sá fyrsti hefur tekið.

„Já við fengum einn fisk í dag hann Árni Gunnar vinur minn veiddi hann,“ sagði sagði Hilmar Þór Sigurjónsson þegar við heyrðum í honum nýkomnum úr ánni og bætti við; „ég missti einn og fékk nokkrar tökur. Ísinn er farinn af ánni, náðum að brjóta af henni, það var kalt jú en fiskurinn sem Árni Gunnar veiddi var 57 sentimetrar,“ sagði Hilmar Þór enn fremur.

Veðurspáin mætti vera betri og hitaastigið hækka verlega. En allt kemur þetta með tíð og tíma.