FréttirOpnun

Lax á í þriðja kasti í Jöklu – áin opnaði í morgun

Jökla opnuð
Fyrsti laxinn á land og honum sleppt

„Við vorum að opna Jöklu í morgun og það veiddist lax í þriðja kasti, flottur fiskur,“ sagði Þröstur Elliðason við Jöklu í morgunsárið um stöðuna en það eru meðal annars erlendir veiðimenn við opnunina í bland við Íslendinga.

„Það eru komnir fjórir laxar á stuttum tíma hérna í Hólaflúðinni, þetta byrjar sannarlega vel, flottir fiskar og lofar góðu með sumarið. En laxar hafa sést í ánni fyrir þó nokkru,“ sagði Þröstur og var að landa laxi með þessum erlendu veiðimönnum sem opnuðu ána. Frábær byrjun í Jöklu. 


Mynd. Flottur lax í morgunsárið á Hólaflúðinni kominn í háfinn.