Veiðiþættirnir brátt aðgengilegir á veidar.is

Í vor og sumar hafa veiðiþættir Gunnars Bender verið sýndir á Hringbraut en þeir verða brátt aðgengilegir hér á sportveiðivef Gunnars Bender veidar.is. Samtals eru 9 þættir komnir í sýningu og verða fleiri koma með haustinu þegar búið verður að mynda og klippa efni frá sumar- og vorveiði í íslenskum veiðiám. Þættirnir samanstanda af viðtölum við stangveiðimenn, fróðleik og skemmtilegum upptökum á veiðistað við allar helstu silungs- og laxveiðiár sem Gunnar Bender heimsækir á ferðum sínum yfir veiðitímann, enda hafa þættirnir vakið mikla athygli og áhorf meðan þeir voru sýndir á Hringbraut. Góða sportveiðiþætti má alltaf sjá aftur og aftur og brátt verða þeir aðgengilegir á þessum veiðivef.