Í vor og sumar hafa veiðiþættir Gunnars Bender verið sýndir á Hringbraut en þeir verða brátt aðgengilegir hér á sportveiðivef Gunnars Bender veidar.is. Samtals eru 9 þættir komnir í sýningu og verða fleiri koma með haustinu þegar búið verður að mynda og klippa efni frá sumar- og vorveiði í íslenskum veiðiám. Þættirnir samanstanda af viðtölum við stangveiðimenn, fróðleik og skemmtilegum upptökum á veiðistað við allar helstu silungs- og laxveiðiár sem Gunnar Bender heimsækir á ferðum sínum yfir veiðitímann, enda hafa þættirnir vakið mikla athygli og áhorf meðan þeir voru sýndir á Hringbraut. Góða sportveiðiþætti má alltaf sjá aftur og aftur og brátt verða þeir aðgengilegir á þessum veiðivef.
Meira efni
Styttist í fyrsta þáttinn á Hringbraut
„Það styttist í að Veiðin með Gunnari Bender byrji á Hringbraut en fyrsti þátturinn fer í loftið 24. mars nk. Þar verður fjör við Norðurá í Borgarfirði þegar áin opnaði
Hafa fengið frábær viðbrögð
„Við ætlum að sýna síðasta veiðiþáttinn á Hringbraut á laugardaginn kemur en þá eru komnir 6 þættir frá því í mars,“ sagði Gunnar Bender sem var við tökur á síðasta veiðiþættinum
Veiðiþættirnir sýndir á Hringbraut
Veiðiþættirnir sem Gunnar Bender hefur sett saman eru sýndir á Hringbraut næstu 4 vikurnar. Þættina á sjónavarpsstöðinni má nálgast hér en síðar verða þeir aðgengilegir hér á Veiðar.is. Fylgist með
Veiðiþáttur á Hringbraut – dorgveiði barnanna
Í veiðiþætti no 3, sem sýndur var í gær á Hringbraut, var ma fjalla um dorgveiði barna í Hafnarfjarðarhöfn en þangað mætti tökulið veiðiþátta Gunnars Bender og mynduðu börnin í
Veiðiþættirnir hófust 26. mars
Nýjustu veiðiþættir Gunnars Bender fóru í loftið á Hringbraut 26. mars og verða auk þess aðgengilegir hér á vefur.is næstu mánuðina. Að venju hefur Gunnar Bender yfirumsjón með gerð þáttanna