„Já við erum að sýna síðasta þáttinn okkar klukkan átta annað kvöld á veidar.is og facebook í bili. En það skýrist með framhaldið á næstunni, ýmislegt gæti gerst,” sagði Gunnar Bender í samtali við veidar.is.
„Síðasti þátturinn okkar með Gísla Erni á Neðri Hálsi gékk frábærlega og þúsundir sáu þáttinn á nýjum miðlum sem heppnaðist vel. Við förum á dorgveiði á Meðalfellsvatni með Hirti Sævari Steinarssyni sem heppnaðist loksins og síðan var opnun í Leirá um daginn með veiðifjölskyldunni sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða þeim Stefáni, Hörpu og Matthiasi,” sagði Gunnar ennfremur.
Veiðin er að byrja víða þessa dagana og tíminn leiðir næstu skref í veiðiþáttum í ljós. Á næstu vikum skýrist staðan betur.