Vífilsstaðavatn /mynd María Gunnarsdóttir

Vífilsstaðavatn er vatn í jökulsorfinni laut í Garðabæ, 27 hektarar. Það er í 38-40 m hæð yfir sjávarmáli. Meðaldýpt vatnsins er 0,5 m. Útfall úr vatninu fer í vestur í Vífilsstaðalæk og rennur til sjávar í Arnarnesvog. Berggrunnur á vatnasviði Vífilsstaðavatns er að mestu grágrýti en innst á svæðinu Vatnsbotnar er bólstraberg og móberg. Vatnið er umlukið holtum á þrjá vegu og eru hlíðarnar brattar norðan og sunnan megin og lítið undirlendi við vatnið. Áður var í holtunum lítill gróður en nú vex þar lúpína og birki. Mjög lítið yfirborðsvatn rennur í vatnið heldur fær það vatn úr grunnvatni bæði frá lindum sem eru í vatninu sjálfu og úr lindum í Dýjakrókum sem eru suðaustan við vatnið. 

Wikipedia