BleikjaFréttir

Verður bleikjuveiðin betri í sumar?

Flott bleikja veiddist í Efri Flókadalsá í Fljótum í fyrra /Mynd Gunnar Bender

„Auðvitað vonar maður að sjóbleikjuveiðin verði betri en síðasta sumar, hún var ekki burðug víða um land,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar víða fyrir norðan síðasta sumar og fékk ekki mikið á stöngina, eina og eina bleikju. Bleikjuveiðin minnkaði verulega á milli ára á síðasta veiðitímabili. 

Á mörgum stöðum er netaveiðin vandamál en það má leggja net víða og það tekur sinn toll á hverju ári. Bleikjan er virðist á undanhaldi og hefur fækkað verulega á stöðum eins og í Borgarfirði þar sem veiddust um 4000 þúsund í Hvítá á árum áður. Núna þykir gott ef veiðast á milli 100 og 200 bleikjur í Hvítánni. Hrunið er algjört.

Veiðin minnkaði verulega fyrir norðan og austan í bleikjunni síðasta sumar en kemur vonandi upp strax í sumar, ekki veitir af.  Fátt er skemmtilegra en að veiða sjóbleikjuna sem fer því miður fækkandi. Þetta er orðið vandamál og því verður að ganga varlega um stofnin. Ein og ein bleikja í soðið gengur en sleppa þarf megninu aftur.