Fréttir

Fallegt en kalt við Kleifarvatn

Kleifarvatn frosið á fallegum degi í mars /Myndir María Gunnarsdóttir

Það var fallegt við Kleifarvatn á Reykjanesi í gær en vatnið er á milli Sveifluhálss og Vatnshlíðar. Vatnið er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi og margir veiðimenn hafa fengið þar fína veiði en kannski ekki í dag.

Vatnið er frosið þessa dagana og þarf því að hlýna svolítið svo hægt verði að veiða. Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið til í Kleifarvatni og sést það endrum og eins. Alla vega í gær var allt rólegt við vatnið og ekkert skrímsli sjáanlegt, einn og einn útlendingur, maður að hlaupa og ljósmyndari sem kallar ekki allt ömmu sína lögðu leið sína við Kleifarvatn. 

Kleifarvatn býður upp á fegurð alla daga, sumar sem vetur.

Myndir. Fallegt við Kleifarvatn sem býður bara upp á fegurð helfrosið. Myndir María Gunnarsdóttir