Þættir

Veiðiþættir Gunnars Bender í kvöld 3. mars kl 20

Við Elliðaárnar með þeim Ólafi F Magnússyni, Árni Jörgensen og Gunnar Bender, í fyrsta þættinum 3. mars

„Við  erum að byrja með nýja þáttaröð á Hringbraut föstudaginn 3. mars kl 20, sex þætti og aldrei hægt að segja hvort maður hafi úthald í mikið meira, veiðiþættir eru að hverfa úr íslensku sjónvarpi,“ sagði Gunnar Bender í samtali við Veidar.is.

„Maður er orðinn einn eftir, þetta er bara slagur að halda þessu áfram. En fyrsti þátturinn núna er tekinn í Elliðaánum og verður farið í opnun árinnar og seinna um sumarið með þeim Ólafi F Magnússyni og Árna Jörgensen á bakka Elliðaána. Síðan verður það Langá á Mýrum, Búðardalsá, Hallá, Miðfjarðará, Leirá og fleira góðgæti. Það er alltaf skemmtilegt að hitta veiðimenn á ýmsum aldri til og spjalla um veiðarnar,“ sagði  Gunnar  ennfremur.

Fyrsti veiðiþátturinn er á föstudaginn kemur á Hringbraut og hefst klukkan 20.00.