Um síðustu helgi var útskrift þar sem fjórði árgangur veiðileiðsögumanna var útskrifaður frá Ferðamálaskóla Íslands. Hópurinn fékk frábært veður og var í góðu yfirlæti á Árora lodginu við Eystri Rangá. Að sögn Reynis var helgin nýtt í kastæfingar og kennslu í flökun og enduðu herlegheitin á afhendingu skírteina og kvöldvöku. Það er klárt mál að þessi vaski hópur veiðileiðsögumanna á eftir að gera góða hluti á bakkanum í sumar.
Eldra efni
Hamfarir á stórum hluta Vesturlands – milljónir laxaseiða drepist í vatnavöxtunum
„Ég hef aldrei séð annað eins og þessa vatnavexti hér í Dölunum í dag,“ sagði Sæmundur Kristjánsson hjá Vegagerðinni í Búðardal, en hamfarir voru á stórum hluta Vesturlands síðustu klukkatímana. Ár urðu að stórfljótum og vegfarendur komust hvorki lönd né strönd. Á lóninu
Ég er sorgmæddur – segir Jón Víðir Hauksson
„Myndirnar eru frá Staðará í Steingrímsfirði en þar þurfti að draga ána um síðustu helgi vegna eldislaxa,“ sagði Jón Víðir Hauksson veiðimaður og bætti; „veiðiá sem landeigendur nýta að mestu sjálfir og nostra við að rækta og hlúa að villta laxastofninum, sem þar lifir.
Opnun í Blöndu; tveir hoplaxar á land – rólegt yfir aflatölum
„Já þetta var rólegt í dag þegar áin opnaði, tveir hoplaxar komu á land,“ sagði Brynjar Þorbjörnsson sem var við veiðar í Blöndu við opnun árinnar í morgun. „Ég er búinn að fá tvær tökur ekki viss um hina veiðimennina,“
Engin dorgveiði fyrr en á næsta ári
Blíðan heldur áfram en aðeins á að kólna á næstu dögum þó ekkert til að tala um og Hreðavatn í Borgarfirði var autt á stórum hluta um helgina. Ísinn er þunnur sem myndast hefur á vatninu og bara sýnishorn af
Hafa veitt 40 laxa í Laxá í Aðaldal í ár
Fáar laxveiðiár bjóða upp á eins mikla náttúrufegurð og Laxá í Aðaldal, þar má finna væna laxa á hverju sumri i hyljum árinnar og veiðitíminn er úti þetta sumarið. Lokahollið var að hætta veiðum í Laxá í Aðaldal og drottningin var aðeins að hressast
Eric Clapton hefur veitt á Íslandi í 29 ár
Tónlistamaðurinn Eric Clapton er mættur enn eitt árið til veiða í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu en hann er hluthafi í GogP, sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár. Með Clapton í fyrirtækinu eru Björn K. Rúnarsson og Sturla Birgisson. Já Eric Clapton er mættur í Vatsdalsá en nokkur