Fréttir

Laxinn mættur í Elliðaárnar

„Já ég sá nokkra laxa í Elliðaánum í gær mjög neðarlega, beint á móti BL neðst í ánni,“ sagði Eysteinn Orri Gunnarsson veiðimaður og bætt við; „ég var að hreyfa hundinn aðeins, þetta voru nokkur stykki. Þetta var skemmtilegt og nú fer veiðin að byrja fyrir alvöru“.

Margir hafa kíkt síðustu daga í árnar en lítið séð fyrr en Eysteinn sá þessa laxa. Þegar fyrstu laxarnir voru að renna upp ána voru veiðimenn að veiða í Höfuðhylnum efst í ánni og settu í flottan urriða sem þeir slepptu aftur. Nokkru neðar voru gæsir með nýfædda unga í fyrsta labbitúrnum um svæðið. Það virðist allt vera að gerast við Elliðaárnar þessa dagana og annað hvort Dagur B Eggertsson eða Einar Þorsteinsson munu opna ána, kannski verður það bara Dagur einu sinni enn eftir allt saman. 

Mynd. Margir hafa kíkt í fossinn en lítið séð ennþá en laxinn er mættur. Mynd María