FréttirVeiðisaga

Ekki eru allir veiðimenn svona heppnir

Veiðimenn eru misheppnir það vita flestir og veiðin getur oft verið lítil sem engin. En menn láta sig hafa það og veiða áfram. Um síðustu helgi fóru feðgar til veiða á Hraun í Ölfusi þar sem veiðin hafi verið í góðu lagi það sem af er veiðitímanum og veiðivonin töluverð. Þeir gerðu sig klára á staðnum og hófu veiðiskapinn, en eitthvað var fiskurinn tregur að bíta á eða hann hafi hreinlega engan áhuga eða eins og annar veiðimaðurinn sagði „við reyndum allt en urðum ekki varir sama hvað og við stóðum þarna í nokkra klukkutíma.“ Nei, fiskurinn hafði bara alls ekki áhuga og svona fór um þá veiðiferð og veiðimennirnir farnir að pakka saman. Þeir höfðu lítið séð til annarra veiðimanna þegar allt í einu birtist einn þeirra og hafði sjóbirting með sér í plastpoka, stefndi á veiðistað veiðimannanna sem ekkert höfðu fengið. Hann sagðist vilji gefa þeim sinn fisk og tóku þeir sjóbirtingnum fegins hendi, einn fiskur eins og himnasending, þótt ekki hefðu þeir veitt hann sjálfir.
Svona geta veiðiferðirnar breyst með stuttum fyrirvara og endað vel.