Fréttir

Enginn formleg opnun í Norðurá lengur

Tímarnir breytast og mennirnir með en síðustu 25 ár hefur verið formleg opnun í Norðurá í Borgarfirði fyrsta veiðidag sumarsins. Fyrst var það Stangaveiðifélag Reykjavíkur, þegar stjórn félagsins opnaði ána með tomp og prakt og svo sá Einar Sigfússon um viðburðinn öll árin sem hann var sölustjóri. Þessar opnanir voru oft fyrirboðinn um það hvernig laxveiðin yrði það sumarið en Rafn Valur Alfreðsson nýr sölustjóri í Norðurá og upplýsir okkur um að þessi síður sé nú aflagður. Áin verður opnuð fyrir veiðimenn en enginn sérstök viðburður eins og tíðkast hefur síðustu misserin.

Mynd María Gunnarsdóttir: Guðni Ágústsson með fyrsta flugulaxinn sinn í Norðurá í fyrra, Þorsteinn Stefánsson með honum.